Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2017-2018 er 33. starfsár skólans.

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Umsóknir 2018-2019

Hafðu samband í tölvupósti; tjarnarskoli@tjarnarskoli.is

eða síma 5624020.

Bæklingur á pdf formi með upplýsingum um skólastarfið.

 

Fréttir


16. maí: ,,Opinn fundur" skólaráðs; óstöðvandi sjálfstraust

Skólaráðið stóð fyrir mjög skemmtilegum fundi. Á dagskránni var fyrirlestur Bjarts Guðmundssonar fyrir foreldra með yfirskriftinni Óstöðvandi sjálfstraust. Mjög skemmtilegur! Nemendur í 10. bekk sögðu frá Danmerkurferðinni og gáfu 9. bekkingum góð ráð um fjáröflum fyrir næstu Danmerkurferð. Níundu bekkingar stóðu fyrir veitingasölu, hlaðborð á staðnum, og eru byrjaðir að safna fyrir ferðinni í 10. bekk næsta vetur. Mjög góð mæting foreldra, allir glaðir!

11. maí Foreldrafélagið bauð upp á pizzuhádegi

Foreldar komu aldeilis færandi hendi á föstudaginn. Pizzuilmur fyllti húsið - en tilefnið var að halda upp á að ritgerðardögum lauk í vikunni. Allir skrifuðu heimildaritgerðir í öllu sínu veldi, með forsíðu, efnisyfirliti, heimildaskrá, beinum tilvitnunum eins og vera ber. Takk, frábæru foreldrar fyrir framtakið!

8. maí Stelpum í 9. bekk boðið á ,,Stelpur og tækni"

Stelpurnar í 9. bekk fengu frábært tækifæri ásamt um 750 öðrum 9. bekkjar stelpum. Um var að ræða áhugaverða kynningu á möguleikum tækninnar. Tekið var á móti þeim í Háskólanum í Reykjavík og síðan fóru þær einnig í heimsókn í fyrirtækið Kolibri. Þetta er í fimmta skipti sem svona viðburður er haldinn. Þeir sem standa fyrir honum eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins, SKÝ og LS Retail. Frábært framtak!

3. maí Landnámssýningin alltaf vinsæl

Áttundu bekkingar lögðu leið sína á Landnámssýninguna - alltaf gaman að skoða og alltaf eitthvað nýtt.

3. apríl Erró áhugaverður; 8. bekkingar á sýningu

Það er ævintýralegt að skoða Errósýninguna á Listasafni Reykjavíkur. Áttundu bekkingar skoðuðu sýninguna á dögunum. 

Skoða allar fréttir

Efst á síðu