Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

20. mars Dönsku gestirnir kvaddir með hópknúsi

Við í Tjarnarskóla erum afar ánægð með hvernig til tókst með móttöku Dananna okkar. Síðasta daginn hittust allir í skólanum og gæddu sér á glæsilegu morgunverðarhlaðborði í boði foreldra og nemenda. Tjarnarskólafjölskyldurnar voru frábærir gestgjafar. Dönsku kennararnir og krakkarnir eru alveg í skýjunum. Það var glaður hópur sem fór heim. Birna Dís, kennari fékk mikið hrós og þakklæti fyrir einstaka eljusemi við skipulag og undirbúning fyrir mótttöku gestanna okkar með dyggum stuðningi Helgu Júlíu, umsjónarkennara í 10. bekk og með afar mikilvægu framlagi kennarahópsins alls. Húrra fyrir ykkur öllum!


Efst á síðu