Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Tjarnarskóli fyrir nemendur í 8. - 10. bekk

Tjarnarskóli var stofnaður árið 1985 af Margréti Theodórsdóttur og Maríu Solveigu Héðinsdóttur. Skólaárið 2022-2023 er 38. starfsár skólans. 

Þróun og áherslur

Sjálfstæðir skólar

Samþykktir fyrir Tjarnarskóla ehf.

Umsóknir um skólavist

2023 - 2024

Sem fyrsta skref getur þú pantað heimsókn til okkar í síma 5624020

eða í tölvupósti:  tjarnarskoli@tjarnarskoli.is.

Í kjölfar heimsóknar getur þú síðan óskað eftir að fá sent umsóknareyðublað í tölvupósti.

Sjá einnig í ,,Hafðu samband"  

Hér er nýjasti Tjarnarskólabæklingurinn okkar, útgefinn vorið 2023

 

 

Fréttir


1.Jan 1970

7. júní: Skólaslitin 2022

Skólaslitin voru mjög ánægjuleg. Tónlistarstúlkurnar í 9. bekk; Arndís og Sóley, spiluðu dásamlega. Ingunn Anna, útskriftarnemandi í 10. bekk hélt eftirminnilega ræðu, Gyða, fulltrúi foreldra útskriftarnemanda flutti afar falleg orð. Verðlaun og hrós voru á sínum stað og svo var komið að útskrift 10. bekkinganna okkar. Er þakklát nemendum og starfsfólkninu mínu fyrir skólaveturinn 2021-2022 og þakklát ykkur foreldrum fyrir ykkar skerf í skólastarfinu. Hér fylgja svo nokkrar myndir frá viðburðinum. Sendi sólarkveðjur (sólblómakveðjur) til ykkar allra, njótið sumarsins.

 

1.Jan 1970

1. júní: Dharma fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs

Í síðustu viku tók Dharma í 10. bekk við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur við fallega athöfn í Rimaskóla. Við kennararnir tilnefndum hana m. a. fyrir félagslegan styrkleika, sköpunarkraft, góðan námsárangur og að vera gleðigjafi. Innilega til hamingju, Dharma og fjölskylda.

1.Jan 1970

17. maí: Foreldrar buðu upp á vorgrill

Foreldrafélagið bauð upp á gillveislu í Mæðragarðinum. Grillilmur fyllti loftið. Veðrið hefur stundum verið betra en allir glaðir. 

1.Jan 1970

17. maí: Tíundu bekkingar á Skólaþing

Nemendur í 10. bekk fengu að heimsækja Skólaþing og fræðast um starf Alþingis. Frábær reynsla.

1.Jan 1970

12. maí: Frábærir fyrirlestrar hjá Pálmari, körfuboltaþjálfara

Skólaráðið stóð fyrir fyrirlestrum í skólanum og fékk Pálmar Ragnarsson í hús. Hann hitti nemendur fyrir hádegi og síðan foreldra um kvöldið. Jákvæð samskipti eru málið!!! Frábærir fyrirlestrar!

Skoða allar fréttir

Efst á síðu