Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • 7. júní: Skólaslitin 2022

  Skólaslitin voru mjög ánægjuleg. Tónlistarstúlkurnar í 9. bekk; Arndís og Sóley, spiluðu dásamlega. Ingunn Anna, útskriftarnemandi í 10. bekk hélt eftirminnilega ræðu, Gyða, fulltrúi foreldra útskriftarnemanda flutti afar falleg orð. Verðlaun og hrós voru á sínum stað og svo var komið að útskrift 10. bekkinganna okkar. Er þakklát nemendum og starfsfólkninu mínu fyrir skólaveturinn 2021-2022 og þakklát ykkur foreldrum fyrir ykkar skerf í skólastarfinu. Hér fylgja svo nokkrar myndir frá viðburðinum. Sendi sólarkveðjur (sólblómakveðjur) til ykkar allra, njótið sumarsins.

   

 • 1. júní: Dharma fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs

  Í síðustu viku tók Dharma í 10. bekk við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur við fallega athöfn í Rimaskóla. Við kennararnir tilnefndum hana m. a. fyrir félagslegan styrkleika, sköpunarkraft, góðan námsárangur og að vera gleðigjafi. Innilega til hamingju, Dharma og fjölskylda.

 • 17. maí: Foreldrar buðu upp á vorgrill

  Foreldrafélagið bauð upp á gillveislu í Mæðragarðinum. Grillilmur fyllti loftið. Veðrið hefur stundum verið betra en allir glaðir. 

 • 17. maí: Tíundu bekkingar á Skólaþing

  Nemendur í 10. bekk fengu að heimsækja Skólaþing og fræðast um starf Alþingis. Frábær reynsla.

 • 12. maí: Frábærir fyrirlestrar hjá Pálmari, körfuboltaþjálfara

  Skólaráðið stóð fyrir fyrirlestrum í skólanum og fékk Pálmar Ragnarsson í hús. Hann hitti nemendur fyrir hádegi og síðan foreldra um kvöldið. Jákvæð samskipti eru málið!!! Frábærir fyrirlestrar!

 • 6. maí: Tíundubekkingar í vorferð

  Nemendur í 10. bekk fóru í dagsferð með Kristínu Ingu, umsjónarkennara; Paint ball og fleira skemmtilegt. Flottir krakkar. 

   

 • 5. maí: Frábær árshátíð 2022

  Árshátíðin var að þessu sinni haldin í sal Hard Rock í Lækjargötu. Nemendur í 10. bekk skipulögðu hátíðina frá A til Ö með aðstoð Kristínar Ingu, umsjónarkennaranum þeirra. Salurinn var skreyttur undir þemanu Jungle - alls konar tilnefningar voru kynntar, kennaragrín, bæði nemenda og kennara voru mjög fyndin og síðan var dansað og dansað og dansað. Frábær stemning undir tónlist sem tvær stúlkur í bekknum völdu. Takk krakkar, þið voruð frábærir!!!! 

 • 27. apríl: Meira af dönskum dögum

  Í dag heimsóttum við Árbæjarsafnið, sumir fóru svo á Listasafn Íslands og enn aðrir á Listasafn Reykjavíkur. Eftir hádegi buðum við Dönunum með í útivistarvalið og fórum á Klambratúnið í ýmsa leiki. Núna er stór hópur af krökkum í sundi í Laugardalslauginni. Eftir sund ætla Danirnir í mat hjá nokkrum Tjarnó fjölskyldum - takk frábæru foreldrar fyrir að láta þetta ganga upp hjá okkur. Þetta verður vonandi frábær oplevelse fyrir alla. 

 • 25. apríl: Danskir gestir frá Roskilde

  Loksins getum við tekið upp gagnkvæmar heimsóknir. Dönsku krakkarnari frá Roskilde lille skole dvelja á Íslandi í viku. Að þessu sinni ekki á heimilum Tjarnskælinga (vegna covid). Foreldrar í Tjarnó buðu upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð fyrsta daginn, allir mjög glaðir. Tíundubekkingar fóru með dönsku gestunum í dagsferð til Vestmannaeyja. Tókst afskaplega vel.

 • 19. apríl: Útikennsla hjá 8. bekk

  Frábært veður fyrir útikennslu.

 • 8. apríl: Allir í keilu og síðan páskafrí

  Það var mikið stuð í keilu í dag og fékk hópurinn hrós frá starfsmönnum fyrir að vera fràbær. Allir fengu pizzu, veittar voru viðurkenningar fyrir þemadaga hjá 8. og 9. bekk og allir fóru út með lítið páskaegg. Mjög vel heppnaður dagur og páskafríið framundan.

 • 28. mars: Ungbarnadagar í 10. bekk í tvo sólarhringa

  Ungbarnadagar hjá 10. bekk er árlegur viðburður, skemmtilegt og krefjandi verkefni í tvo sólarhringa. Nemendur þurfa að annast ,,ungbarn", leggja sínar þarfir til hliðar og vakna til ,,barnsin" á nóttunni. Flottir ,,foreldrar".

 • 25. mars: Glaðningur fyrir Fjármálaleikana

  Birna kom með glaðning í 10. bekk fyrir góðan árangur í Fjármálaleikunum. Páskaegg á línuna frá þeim sem skipuleggja keppnina en þau urðu í 8. sæti eins og komið hefur fram. Til hamingju, krakkar og Birna 

 • 11. mars: Foreldrafélagið höfðu viðburð í Minigarðinum

  Foreldrar skipulögðu ferð í Minigarðinn þar sem nemendur skemmtu sér við að ,,hitta í holu" og fá sér hressingu.  Takk, kæru foreldrar fyrir framtakið.

 • 8. mars: Geðlestin í heimsókn

  Fengum góða gesti í heimsókn í dag. Fulltrúar frá Geðlestinni mættu í hús en Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum. Nemendur fengu fyrirlestra, fengu að sjá myndbönd og svo var EmmSé Gauti rúsínan í pylsuendanum. Þetta var góð heimsókn. Við þökkum fyrir okkur. 

 • 3. mars: Skíðaferð í Bláfjöll

  Loksins komumst við í skíðaferð - eftir laaaaaanga bið; bæði vegna covid og veðurskilyrða síðustu þriggja ára. Nemendur og kennarar nutu svo sannarlega ferðarinnar en að venju dvöldu nemendur í Breiðabliksskálanum. 


Efst á síðu