Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


 • Kynningarfundur fyrir foreldra 10. bekkinga

  Haldinn var kynningarfundur fyrir foreldra 10. bekkinga áður en verkefni ,,Hugsað um barn" fór af stað í skólanum. Ólafur Grétar Gunnarsson, kom og sagði foreldrum frá verkefninu. Þetta er í 5. skipti sem nemendur í Tjarnarskóla taka þátt í þessu verkefni. Tilgangurinn er að kynnast því hvaða ábyrgð og álag fylgir því að eignast barn og annast það. Ólafur lagði mikla áherslu á umönnunarþáttinn og þá staðreynd að á Íslandi er hlutfall unglinga, sem eignist börn áður en þeir eru í raun tilbúnir að takast á við það verkefni að verða foreldrar, með því hæsta sem gerist meðal þeirra þjóða sem við miðum okkur gjarnan við. 

 • Rannsóknarverkefni í vinnslu

  Nemendur eru allir að vinna við rannsóknarverkefni sem á að skila í mars. Einn liðurinn er að gera veggspjald til þess að kynna verkefnið. Veggspjöldin hanga nú frammi á gangi. Það verður spennandi að fylgjast með framganginum og sjá hversu hugmyndaríkir nemendur eru. Verkefnum má skila sem myndbandi, listaverki, líkani, útvarpsþætti, glærusýningu, hönnunarverkefni, nýsköpunarverkefni og svo framvegis.

 • Nýrri heimasíðu fagnað

  Í tilefni af því að ný heimasíða hefur verið birt á netinu gerðum við okkur glaðan dag. Skúffukaka og ísköld mjólk runnu ljúflega niður í maga. Loksins gefst aftur tækifæri til að færa fréttir af skólastarfinu. 

 • Ný heimasíða í burðarliðnum

  Nýja heimasíðan okkar hefur verið í smíðum síðustu vikur til þess að leysa þá gömlu af. Flutningar taka sinn tíma þannig að nýja síðan verður áfram í mótun, eftir að hún kemst í gagnið. Það er tilefni til að fagna, loksins getum við sýnt myndir og sagt nýjustu fréttir úr skólastarfinu.  Húrra! 


Efst á síðu