Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Fréttir


  • Salka Sól kom í heimsókn

    Salka Sól birtist óvænt í skólanum um daginn. Hún er fyrrverandi Tjarnskælingur og vakti mikla ánægju hjá þeim sem hittu hana. Það er gaman að fylgjast með henni og því sem hún er að fást við þessa dagana.

  • Grímugerð í myndmennt

    Flottar grímur hafa litið dagsins ljós hjá myndmenntakrökkum. Næsta skref er að mála grímurnar.

  • Keppni um stofuskreytingar

    Í byrjun aðventu kepptust nemendur um að skreyta stofurnar sem fallegast. Lækjarnemendur (9. bekkingar) unnu og fengu að poppa og horfa á myndband í verðlaunaskyni. 

  • Frábær aðventustund að hætti foreldrafélagsins

    Það hefur skapast skemmtileg hefð í skólanum að hittast í byrjun aðventu og njóta samverunnar. Foreldrar, nemendur, systkini afar og ömmur lögðu leið sína í skólann og tóku þátt í notalegri samveru. Tíundu bekkingar settu upp glæsilegt kaffihús þar sem boðið var upp á kræsingar og heitt súkkulaði. Þessi stund var ótrúlega ljúf og skemmtileg. Bestu þakkir til stjórnar foreldrafélagsins sem undirbjó daginn afar vel. Tíundu bekkingarnir fá einnig mikið hrós fyrir flott kaffihús. Afraksturinn fer í ferðasjóð nemenda. Skoðið endilega skemmtilegar myndir á myndakrækjunni.

  • Ævar Þór kynnti bókina sína

    Ævar Þór mætti til okkar og kynnti nýju bókina sína fyrir skömmu. Hann er hugmyndaríkur sem löngum fyrr. Við þökkum honum kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.

  • Myndmenntarnemendur fóru á listasafn

    Myndmenntakennararnir Guðrún Vera og Sigrún eru duglegar að fara með nemendur á listasöfn. Alltaf forvitnilegt að skoða, upplifa og njóta.Það gerðu myndmenntakrakkarnir.

  • Hákon Darri fékk íslenskuverðlaun unga fólksins í Hörpu

    Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Árlega tilnefna skólarnir í Reykjavíkurborg nemendur til þess að taka á móti íslenskuverðlaunum í bókmenntaborginni Reykjavík. Að þessu sinni var það Hákon Darri sem fékk verðlaunin. Þeim er ætlað að auka áhuga grunnskólanema á íslenskri tungu og hvetja þá til framfara í tjáningu og töluðu og rituðu máli.

  • Halloweenundirbúningur

    Halloweenball var haldið í kjölfar prófa 1. annar. Undirbúningshópurinn stóð sig afar vel og lagði mikið á sig til þess að kvöldið heppnaðist vel. Við birtum fljótlega myndir af ballinu en setjum myndir af undirbúningnum hér inn. Það má sjá fleiri myndir á myndakrækjunni.

  • 1.Nóv 1970
    Foreldrar skipulögðu spilakvöld í Læk

    Foreldrar stóðu fyrir skemmtilegu spilakvöldi í Læk á miðvikudaginn. Það var afar góð stemning og allir skemmtu sér vel. Það er fyrirhugað að hafa annað slíkt kvöld á nýju ári. Takk fyrir gott framtak!

  • Foreldraráðið fékk góðan fyrirlesara um hættur á netinu

    Við fengum góðan gest, hann Hermann Jónsson, til þess að fræða foreldra um hætturnar á netinu þann 22. október síðast liðinn. Það er afar mikilvægt fyrir nemendur, foreldra og kennara að fræðast um hvað á sér stað í netheimum. Mörgum var brugðið. Umræðan er mjög mikilvæg. Við þökkum Hermanni kærlega fyrir heimsóknina og fræðsluna.

  • Upplestur úr Rökkurhæðum

    Höfundar Rökkurhæða; þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, komu til okkar og lásu upp úr nýjustu Rökkurhæðabókinni, Vökumanninum. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða heimsókn. Þær gerðu enn betur og skildu eitt eintak eftir handa nemendum í skólanum. Bestu þakkir!

  • Skyndihjálparnámskeið

    Fyrir nokkru fengum við tvo læknanema, þá Gísla Þór Axelsson og Gústav Arnar Davíðsson í heimsókn. Þeir fræddu nemendur um skyndihjálp. Í lokin fengu allir að prófa hjartahnoð. Við þökkum þeim Gísla og Gústav kærlega fyrir komuna en það var Rauði krossinn sem stóð fyrir fræðslunni. Gott framtak!

  • 1.Nóv 1970
    Foreldramorgnar með umsjónarkennara

    Sú nýbreytni var tekin upp á þessu skólaári að umsjónarkennarar hafa skipulagt foreldraspjall á mánudagsmorgni (þegar nemendur eru í íþróttum). Þá hefur gefist tækifæri til að spjalla og skiptast á skoðunum og upplýsingum. Það hefur verið ánægja með þetta, bæði hjá foreldrum og umsjónarkennurum. Nú þegar hafa verið foreldramorgna í öllum bekkjum einu sinni.

  • Unnið með leir

    Myndlistarnemendur unnu skemmtilegt verkefni í leir. Hver og einn fékk leirkúlur sem tóku breytingum í nokkrum þrepum. Það eru fleiri myndir á myndakrækjunni.

  • Leiklistarhópurinn vann útiverkefni

    Leiklistarhópurinn, undir stjórn Öddu Rutar, hefur verið í ýmsum verkefnum. Eitt þeirra fór fram utan dyra fyrir nokkru.

  • Flottar myndir í myndlistinni

    Myndlistarnemendur hafa unnið mörg flott verkefni. Eitt verkefnið var að vinna með ljósið í myrkrinu. Hægt er að skoða fleiri myndir á myndakrækjunni.

  • Haustferð í Gróttu

    Dagana 11. og 12. september fóru nemendur og kennarar í haustferð út í Gróttu og dvöldu þar í sólarhring. Það er ævintýralegt að dvelja í Gróttu þar sem sjórinn umlykur ,,eyjuna" hluta dvalartímans. Hópurinn kom glaður til baka eftir frábæra ferð. Það var grillað, farið í leiki, haldin kvöldvaka, spilað spjallað og svipast um í þessari náttúruperlu. Nýir og eldri nemendur kynntust betur og skemmtu sér saman. Við birtum fleiri myndir fljótlega.

  • Kynningar á valgreinum

    Í byrjun skólastarfsins fengu nemendur kynningar á hluta þeirra valgreina sem þeim stóð til boða á 1. önninni. Um var að ræða kynningu á skák, Lego-forritun, leiklist, skólablaði og spilum. Þessar kynningar tókust ágætlega og í kjölfarið völdu nemendur sér það sem þeim leist best á. Við fengum m.a. þau Stefán frá Skákakademíunni og Ástbjörgu Rut Jónsdóttur, leikkonu í heimsókn í tengslum við þessar kynningar sem fóru fram í þremur lotum á jafn mörgum dögum.

  • Ágústmorgunn í Hljómskálagarðinum

    Fyrsta skóladaginn fóru nemendur og kennarar í Hljómskálagarðinn í veðurblíðunni. Nýir og eldri nemendur fóru í ýmsa leiki til þess að hrista saman hópinn.

  • Skólasetning, sú 30. í röðinni

    Tjarnarskóli var settur í 30. sinn föstudaginn 22. ágúst í Dómkirkjunni. Það var ánægjulegt að hitta nýja og eldri nemendur, foreldra, afa, ömmur, systkini og aðra góða gesti. Þeir Ari Bragi Kárason og Karl Olgeirsson djössuðu skemmtilega inn skólaárið þegar þeir léku fyrir okkur á trompet og flygilinn góða. Það var svo sannarlega ljúf stemning. Við hlökkum til skólaársins framundan sem er jafnframt afmælisár skólans. María Solveig Héðinsdóttir, annar stofnenda skólans sem lét af störfum fyrir allmörgum árum, færði okkur fallegan rósavönd, skreyttan medalíu sem á stendur: ,,Tjarnarskóli, litli skólinn með stóra hjartað, settur í 30. sinn.


Efst á síðu