Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ánæjulegur öskudagur

Sú hefð hefur skapast að við höfum öskudaginn með öskudagssniði. Nemendur og kennarar mæta gjarnan í búningum, við breytum viðfangsefnum, nemendur fá að skreppa í leiðangur um miðborgina og fleira er sér til gamans gert. Þær Alda og Birta í 10. bekk steiktu stóra stafla af vöflum og allir gæddu sér á kræsingunum í hádeginu. Um að gera að halda í skemmtilegar hefðir. Það eru fleiri myndir á myndasíðunni okkar.


Efst á síðu