Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Árshátíðardagur

Það hefur verið mikil stemning í skólanum í dag, 3. apríl. Undirbúningur árshátíðarinnar er á lokasprettinum. Allir bekkir voru með einhverja tilbreytingu í tilefni dagsins; 10. bekkingar settu upp glæsilegt hlaðborð, 9. bekkingar fengu Þóri, umsjónarkennara í lið með sér. Hann mætti með forláta pönnukökupönnu - og allir fengu að gæða sér á ilmandi pönnukökum (með Nutella!). Kvosarkrakka ákváðu að hafa kósýstund og horfa á mynd og gæða sér á góðgæti sem þeir höfðu með að heiman. 

Fyrr í vikunni var vöffludagur og pizzudagur, þannig að það hefur verið mikið um dýrðir. Svo er kvöldið framundan, mikil tilhlökkun, bæði hjá nemendum og kennurum : ).


Efst á síðu