Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær árshátíð 2014

Árshátíð Tjarnarskóla 2014 tókst með miklum ágætum. Nemendur mættu prúðbúnir í Iðnó. Salurinn var fallega skreyttur og þriggja rétta máltíðin bragðaðist vel. Mörg skemmtiatriði voru á dagskrá; Hákon Darri spilaði á harmonikku, Móeiður, Sjana, Gunnar og Vigdís sungu og Samar spilaði á fiðlu. Kennaragrínið var mjög skemmtilegt, bæði nemendamyndbandið og kennaranna. Margir happrættisvinningar voru dregnir og svo var hápunkturinn þegar tilkynnt var hvaða nemendur höfðu verið tilnefndir fyrir ýmsa eiginleika.  Nefna má ,,bjartasta vonin, hlátur, hár og ,,fashionkilla". Herra og ungfrú Kvos, Lækur og Smiðja tóku sig vel út. Stemmningin var ótrúlega góð og það má svo sannarlega segja að árshátíðin hafi verið öllum til mikils sóma og árshátíðarnefndin stóð sig vel. Dagskránni lauk síðan með stuði og stemmningu á dansgólfinu. Það má sjá fullt af myndum á myndasíðunni.


Efst á síðu