Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Góður fyrirlestur hjá Hlúms-íþróttahópnum í dag

Í dag fengum við frjálsíþróttakonuna Fríðu Rún Þórðardóttur í heimsókn en Fríða Rún er næringarfræðingur, næringarráðgjafi og íþróttanæringarfræðingur. Hún ræddi við nemendur um mikilvægi hreyfingar og réttrar næringar. Áhugaverður fyrirlestur í alla staði. Fríða er afrekskona, var valin frjálsíþróttakona ársins, 35 ára og eldri árið 2013 og hefur mörgu að miðla.  Við þökkum henni kærlega fyrir komuna. 


Efst á síðu