Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Hermann, Selma og Andri með fyrirlestur

Þau Hermann, Selma og Andri héldu góðan fyrirlestur 19. maí síðast liðinn. Þau eru í hópnum Erindi sem hefur vakið athygli fyrir umfjöllun um spennandi heim netsins; neikvæða og jákvæða notkun netmiðla meðal barna og unglinga. Þau kynntu fyrir okkur ýmsar vefsíður og forrit sem unglingar sækja og nota mest í dag en átta sig ekki alltaf á þeim hættum sem leynast þar. Í kjölfarið voru umræður í litlum hópum sem skiluðu umræðupunktum og tillögum sem verða hafðar til hliðsjónar við skipulagningu skólastarfsins næsta vetur. Við þökkum þremenningunum kærlega fyrir góða heimsókn.


Efst á síðu