Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tjarnskælingar tóku þátt í Friðarhlaupinu 2014

Á mánudaginn fór fram hið árlega friðarhlaup. Nemendur í Tjarnarskóla og Vesturbæjarskóla tóku þátt í stuttri athöfn við friðartréð sem stendur skammt frá Tjarnarbakkanum. Erlendir gestir voru með í hópnum sem hjóp með kyndil, tákn friðar, í kringum Tjörnina. Nemendur undirbjuggu sig með því að teikna friðartákn og hugleiða mikilvægi friðar á jörðu. Það eru fleiri myndir á myndakrækjunni. 


Efst á síðu