Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Samar fékk nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Á hverju skólaári tilnefna grunnskólar einn nemanda úr sínum skóla til þess að taka við nemendaverðlaunum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram við að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða skapandi starfi. Við tilnefndum Samar með þeim orðum: Samar er góð fyrirmynd í skólanum og er duglegur námsmaður. Hún sýnir virkan áhuga og hefur jákvæð áhrif á aðra. Hún er skapandi og leggur sig fram í að ná árangri í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún hefur sýnt styrk í hópvinnu, sýnt frumkvæði og forystuhæfileika.

Allir nemendur sem fengu tilnefningu fengu viðurkenningarskjal og bókargjöf. Við óskum Samar og fjölskyldu hennar innilega til hamingju. Hún er vel að þessari viðurkenningu komin.


Efst á síðu