Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Skólasetning, sú 30. í röðinni

Tjarnarskóli var settur í 30. sinn föstudaginn 22. ágúst í Dómkirkjunni. Það var ánægjulegt að hitta nýja og eldri nemendur, foreldra, afa, ömmur, systkini og aðra góða gesti. Þeir Ari Bragi Kárason og Karl Olgeirsson djössuðu skemmtilega inn skólaárið þegar þeir léku fyrir okkur á trompet og flygilinn góða. Það var svo sannarlega ljúf stemning. Við hlökkum til skólaársins framundan sem er jafnframt afmælisár skólans. María Solveig Héðinsdóttir, annar stofnenda skólans sem lét af störfum fyrir allmörgum árum, færði okkur fallegan rósavönd, skreyttan medalíu sem á stendur: ,,Tjarnarskóli, litli skólinn með stóra hjartað, settur í 30. sinn.


Efst á síðu