Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Haustferð í Gróttu

Dagana 11. og 12. september fóru nemendur og kennarar í haustferð út í Gróttu og dvöldu þar í sólarhring. Það er ævintýralegt að dvelja í Gróttu þar sem sjórinn umlykur ,,eyjuna" hluta dvalartímans. Hópurinn kom glaður til baka eftir frábæra ferð. Það var grillað, farið í leiki, haldin kvöldvaka, spilað spjallað og svipast um í þessari náttúruperlu. Nýir og eldri nemendur kynntust betur og skemmtu sér saman. Við birtum fleiri myndir fljótlega.


Efst á síðu