Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Kynningar á valgreinum

Í byrjun skólastarfsins fengu nemendur kynningar á hluta þeirra valgreina sem þeim stóð til boða á 1. önninni. Um var að ræða kynningu á skák, Lego-forritun, leiklist, skólablaði og spilum. Þessar kynningar tókust ágætlega og í kjölfarið völdu nemendur sér það sem þeim leist best á. Við fengum m.a. þau Stefán frá Skákakademíunni og Ástbjörgu Rut Jónsdóttur, leikkonu í heimsókn í tengslum við þessar kynningar sem fóru fram í þremur lotum á jafn mörgum dögum.


Efst á síðu