Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær aðventustund að hætti foreldrafélagsins

Það hefur skapast skemmtileg hefð í skólanum að hittast í byrjun aðventu og njóta samverunnar. Foreldrar, nemendur, systkini afar og ömmur lögðu leið sína í skólann og tóku þátt í notalegri samveru. Tíundu bekkingar settu upp glæsilegt kaffihús þar sem boðið var upp á kræsingar og heitt súkkulaði. Þessi stund var ótrúlega ljúf og skemmtileg. Bestu þakkir til stjórnar foreldrafélagsins sem undirbjó daginn afar vel. Tíundu bekkingarnir fá einnig mikið hrós fyrir flott kaffihús. Afraksturinn fer í ferðasjóð nemenda. Skoðið endilega skemmtilegar myndir á myndakrækjunni.


Efst á síðu