Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Þemadagar í desember

Í desember voru skemmtilegir þemadagar í skólanum. Nemendur kynntu sér ýmislegt sem lýtur að kostnaði við hátíðahöld. Nemendur urðu margs vísari og þjálfuðu samvinnu af miklu kappi. Í lok þemadaga fór síðan fram víðtækt mat á þemaverkefnum hvers hóps um sig. Áður en nemendur fóru í jólafrí var tilkynnt hverjir höfðu skorað hæst. Myndirnar sýna verðlaunahafa í 1. og 2. sæti  en mjög mjótt var á mununum. Sjá má fleiri myndir á myndasíðunni.


Efst á síðu