Það kom upp sú hugmynd hjá nemendum að það gæti verið gaman að fara í gistiferð í janúar. Hún kæmi til viðbótar við hefðbundna haustferð og skíðaferð. Foreldrar brugðust vel við þessu og skipulögðu skemmilega samveru í janúar frá kl. 18.00 og föstudegi til hádegis á laugardegi. Ekki þurfti að fara langt því samið var um gistingu í Gufunesbæ sem er innan borgarmarkanna. Um kvöldið var dansað, spilað, horft á mynd, borðað saman og síðan var endað á sameinginlegum ,,brunch" á laugardeginum. Stjórn foreldrafélagsins á veg og vanda að þessum vel heppnaða viðburði. Við sendum þakkir fyrir framtakið.