Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að við brjótum upp skólastarfið á öskudag. Við tökum fram spil, nemendur skjótast í miðbæinn og syngja fyrir nammi, eða öðrum gjöfum og í hádeginu bjóðum við upp á pizzur, vöfflur, kleinur eða annað sem kætir magann. Að þessu sinni urðu pizzur fyrir valinu.