Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Undirbúningur ungbarnadaga fyrir foreldra

Ólafur Grétar Gunnarsson kom til okkar snemma í febrúar og fræddi foreldra um væntanlegt verkefni 10. bekkinga. Við köllum verkefnið ,,Hugsað um barn" þar sem nemendur æfa sig í foreldrahlutverkinu með því að annast sýndarbarn í tvo sólarhringa. Fyrirlestur Ólafs var mjög fróðlegur og fjallaði meðal annars um rannsóknir sem sýna hve fyrstu mánuðir í lífi ungbarns eru mikilvægir fyrir það sem koma skal á lífsleiðinni.


Efst á síðu