Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ungbarnadagar hjá 10. bekkingum

Ungbarnadagarnir hjá 10. bekkingum gengu afar vel.  Tíundu bekkingarnir okkar eru þeir sjöttu í röðinni sem taka þátt í þessu verkefni. Það gengur út á að kynnast því hvaða ábyrgð og álag felst í því að hugsa um ungbarn. Nemendur eru með ,,ungbarnið" í tvo sólarhringa og þurfa að gæta þess að barninu sé hlýtt og fái að drekka. Það þarf einnig að skipta um bleyju, láta barnið ropa, rugga því og sýna því athygli og umönnun. Það er alltaf mjög skemmtilegt yfirbragð í skólanum þessa tvo daga sem nemendur eru með ,,börnin". Það má iðulega heyra barnsgrátur og við hin fylgjumst með. Síðan eru oft blendnar tilfinningar að skila barninu eftir tvær nætur og tvo daga. Nemendur stóðu sig afar vel í þessu verkefni. 


Efst á síðu