Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Árshátíðin næst á dagskrá

Nemendur í árshátíðarnefndinni hafa verið afar duglegir að skipuleggja og tryggja að árshátíðin verði sem glæsilegust. Eins og mörg undanfarin ár höfum við haldið hátíðina í næsta húsi; Iðnó við Tjörnina. Það var  mikil tilhlökkun í húsinu í dag. Nemendur mættu með ýmislegt góðgæti að gæða sér á í morgun. Það voru bakaðar vöfflur og pönnukökur sem undirstrikuðu eftirvæntinguna. Það verður spennandi að sjá árlegt kennaragrín og skemmtiatriði nemenda. Dönsku gestirnir okkar voru einnig góðir þátttakendur. 


Efst á síðu