Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tíu góðir danskir gestir í viku

Við höfum haft tíu danska gesti frá Roskilde í Danmörku í heimsókn í þessari viku. Það hefur verið afar ánægjulegt að hafa þessa góðu gesti í húsi í heila viku. Þeir hafa kynnt sér skólastarfið í Tjarnarskóla og tekið þátt í kennslunni þessa daga. Þessi heimsókn er liður í því að kanna möguleika á áframhaldandi samstarfi með gagnkvæmar heimsóknir í huga á milli Tjarnarskóla og skólans þeirra í Roskilde. Nemendur undirbjuggu sig fyrir 

heimsóknina m.a. með því að setja sig í spor leiðsögumanna og fóru vítt og breitt með gestunum okkar góðu. Staðirnir sem gestirnir okkar kynntust voru: Hólavallakirkjugarður, Ásmundarsafn, Hallgrímskirkja, Sólfarið, Harpa, Stjórnarráðið, MR, Alþingishúsið og Tjarnarskóli. Auk þess var farið í Árbæjarsafn, Ásmundarsafn, Hvalasafnið og Norræna húsið. Þetta hefur því verið viðburðarík vika í skólanum. Í kvöld er svo árshátíð skólans og Tjarnarhreysti á morgun, síðasta dag fyrir páskafrí. Skoðið endilega myndirnar með fréttinni.


Efst á síðu