Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tjarnarhreysti fyrir páska

Það er orðin hefð að halda svo nefnda Tjarnarhreysti daginn fyrir páskafrí. Að þessu sinni var þessi viðburður daginn eftir árshátíðina og þar að auki vorum við með dönsku gestina okkar í húsi. Þrjú lið unnu til verðlauna og fengu páskaegg. Sigurliðið er fremst á myndinni. Tveir dönsku kennararnir kenndu Zumbadans í Iðnó og einnig var keppt í íþróttasalnum. Dönsku kennararnir komu færandi hendi með góðar gjafir. Síðan voru allir leystir út með litlu málsháttapáskaeggi áður en haldið var í kærkomið páskafrí.


Efst á síðu