Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Frábær fyrirlestur Þórdísar um sexting

Hún Þórdís Elva Þorvaldsdóttir kom til okkar í vikunni og fræddi nemendur um sexting. Hún kom fyrr í vetur með fyrirlestur fyrir foreldra og kennara og þá báðum við hana um að koma og spjalla við nemendur. Það sköpuðust líflegar umræður og það er öruggt að allir fóru upplýstari af þessum frábæra fyrirlestri sem er liður í að vekja alla til umhugsunar um myndbirtingar á netinu og dreifingu á myndefni. Kærar þakkir, Þórdís!


Efst á síðu