Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Anna Dögg fékk viðurkenningu Skóla- og frístundasviðs

Við vorum afar stolt af Önnu Dögg, nemanda í 9. bekk, sem fékk viðurkenningu frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur á þriðjudaginn. Athöfnin var í Hlíðaskóla að þessu sinni og var mjög ánægjuleg. Kennarar skólans sendu inn eftirfarandi umsögn um Önnu Dögg : 

Anna Dögg er öflugur og heilsteyptur einstaklingur. Hún er glaðlynd og félagslynd og hrífur aðra nemendur skólans með sér. Hún hefur lagt félagslífi skólans gott lið og verið tilbúin að leggja  á sig fyrir aðra á því sviði. Hún er góð fyrirmynd. 

Til hamingju, Anna Dögg!


Efst á síðu