Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Tjarnarskóli 30 ára. HÚRRA!

Fimmtudaginn 21. maí héldum við upp á 30 ára starfsafmæli Tjarnarskóla í Iðnó. Það var ótrúlega gaman að sjá fyrrverandi og núverandi nemendur, starfsmenn og foreldra. Hátt á annað hundrað gestir fögnuðu áfanganum með okkur. Þær Ivana og Stella, núverandi nemendur í skólanum léku á píanó, Margrét skólastjóri flutti ávarp og sýndi stutt myndband um tilurð og fyrstu skrefin við stofnun skólans. Sindri Sindrason, dagskrárgerðarmaður rifjaði upp Tjarnarskólaárin á afar hlýlegan hátt, Sjana Rut, framhaldsskólanemandi og fyrrverandi Tjarnskælingur söng. Starfsmenn Tjarnarskóla færðu skólanum gjöf og þakkir og Salka Sól, fjöllistamaður söng og spilaði fyrir okkur. Eitt lagið sem hún flutti var lag sem hún samndi á meðan hún var í skólanum.  Mjög skemmtilegt! Það var ljúft að upplifa góða stemningu, taka við mörgum árnaðaróskum, blómum og gjöfum á afmælisdeginum. Við erum mjög þakklát fyrir þessa fallegu og góðu stund.Kærar þakkir þið öll sem tókuð þátt!!!! 


Efst á síðu