Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ánægjuleg skólaslit, þau 30. í röðinni

Skólaslitin voru einkar ánægjuleg stund fyrir okkur Tjarnskælinga. Einstaklega falleg ávörp yljuðu svo sannarlega. María Solveig, annar stofnandi Tjarnarskóla rifjaði upp skólaárin í Tjarnó, Guðrún, 10. bekkingur hélt ótrúlega fallega útskriftarræðu og pabbi hennar, hann Jón Þór, flutti kveðjuræðu fyrir hönd foreldra útskriftarnemenda. Þórdís, ein mamman í 10. bekk bættist einnig í hóp þeirra sem flutti ávarp og Þórir, umsjónarkennari 10. bekkjar kvaddi hópinn sinn á eftirminnilegan hátt........

Þrjár ungar stúlkur, þær Vera, Harpa Ósk og Guðný, sáu um tónlistarflutninginn en þær eru allar í kórnum Graduale Nobili. Frábær flutningur hjá þeim. Síðan tóku verðlaunaafhendingar og hrós af ýmsu tagi og að síðustu formleg útskrift 10. bekkinga úr Tjarnarskóla. Í kjölfar skólaslitanna var síðan haldið út í skóla þar sem foreldrar og nemendur höfðu undirbúið útskriftarhátíð með fjölskyldum nemenda og starfsfólki. Við komum til með að sakna þessara frábæru krakka.

Skoðið einnig fleiri myndir á myndasíðunni. 


Efst á síðu