Í vikunni héldum við árangursríkan haustfund með foreldrum. Foreldrar unnu m.a. í hópum við að skipuleggja vetrarstarfið. Margar skemmtilegar hugmyndir eru í farvatninu, s.s. keiluferð, auka-ferðalag, kynning á dúfnarækt, heimsóknir, kynningar, spilakvöld, pizzukvöld.... og fleira. Það er ómetanlegt að fá foreldrana í auknum mæli inn í skólastarfið. Hlökkum til vetrardagskrárinnar.