Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart

Foreldrar komu nemendum skemmtilega á óvart á föstudaginn. Þeir mættu í morgunsárið, lögðu á borð, bjuggu til skyrhristing, komu með bakkelsi, ávexti og alls konar spil. Síðan var boðið upp á þetta prýðilega góðgæti. Það var virkilega notaleg stemning í skólanum áður en hefðbundin skólavinna tók við eftir 1. kennslustund. Húrra fyrir foreldrum og bestu þakkir!!!!!


Efst á síðu