Birna og Þórir, kennarar, fóru með 6 nemendur, þær Ivönu, Lindu, Aniku, Mathildi, Birgittu og Jóhönnu og til Grikklands á sunnudaginn. Þau koma heim á föstudaginn. Þessi heimsókn er liður í Evrópuverkefni sem við erum að taka þátt í ásamt nemendum og kennurum í Grikklandi, Spáni, Slóveníu og Ítalíu. Við fengum einmitt rúmlega 30 gesti til okkar frá þessum löndum í september. Við höfum fengið myndir úr ferðinni og látum nokkrar fylgja hér. Við hlökkum til að fá ferðasöguna og sjá fleiri myndir.