Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Ungbarnadagar 2016

Tíundubekkingar tóku þátt í verkefninu ,,Hugsað um barn" í lok janúar. Þetta er í sjöunda sinn sem nemendum býðst að taka þátt í þessu verkefni. Undirbúningur var í höndum Ólafs Grétars Gunnarssonar, hjá ÓB-ráðgjöf, sem er samstarfsaðili okkar á Ungbarnadögum. Ólafur hélt fyrirlestra, bæði fyrir foreldra 10. bekkinga og nemendur áður en verkefnið hófst. Nemendur sáu um ,,ungbarnið" í tvo sólarhringa og fengu að kynnast því hvernig það er að annast ungbarn, hugga það, skipta á því, gefa að drekka og láta ropa. Allir stóðu sig með mikilli prýði og voru reynslunni ríkari að loknum tveimur sólarhringum með barnið, bæði í skólanum og heima.      Meira...

Á degi tvö bauðst hópnum að sækja fyrirlestur í Grand hóteli í morgunsárið þar sem hópurinn ,,Náum áttum" var með þrjá fyrirlestra fagfólks um gildi góðrar umönnunar fyrstu 1000 daganna í lífi ungbarns (frá getnaði). Þetta var því margþætt reynsla og fræðsla sem nemendur nutu.


Efst á síðu