Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

Guðrún Ýr Guðmundsdóttir fékk íslenskuverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Það var hátíðleg stund í Hörpu á degi íslenskrar tungu, þegar Guðrún Ýr í 10. bekk tók við íslenskuviðurkenningu Reykjavíkurborgar. Hún var í glæstum hópi nemenda sem voru tilnefndir af kennurum í sínum skólum. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi, afhentu viðurkenningarnar sem voru verðlaunaskjal og bók með ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Við erum stolt af Guðrúnu og samgleðjumst henni og fjölskyldu hennar. Innilega til hamingju, Guðrún Ýr.


Efst á síðu