Kæru framtakssömu foreldrar í foreldraráðinu og allir foreldrar í foreldrafélaginu! Þúsund þakkir fyrir mjög góða óvænta morgunhressingu; brauð, álegg, salöt, sultur, drykki, ávexti og sætmeti sem féll heldur betur í kramið. Allir nutu og voru glaðir. Bjó til fína föstudagsstemningu. Svo er það síðasta hefðbundna kennsluvikan framundan með skólavinnu, árshátíð og uppstigningardegi. Trúi því varla að það séu bara fjórir ,,venjulegir" skóladagar eftir! Kennaragrín (tvö) í framleiðslu; bæði hjá 10. bekk og við kennarar lumum líka á ýmsu. Hlökkum robbbbossslega til! Sólarkveðjur! Margrét