Tjarnarskóli - lítill skóli með stórt hjarta

Frétt

7. júní: Skólaslitin 2022

Skólaslitin voru mjög ánægjuleg. Tónlistarstúlkurnar í 9. bekk; Arndís og Sóley, spiluðu dásamlega. Ingunn Anna, útskriftarnemandi í 10. bekk hélt eftirminnilega ræðu, Gyða, fulltrúi foreldra útskriftarnemanda flutti afar falleg orð. Verðlaun og hrós voru á sínum stað og svo var komið að útskrift 10. bekkinganna okkar. Er þakklát nemendum og starfsfólkninu mínu fyrir skólaveturinn 2021-2022 og þakklát ykkur foreldrum fyrir ykkar skerf í skólastarfinu. Hér fylgja svo nokkrar myndir frá viðburðinum. Sendi sólarkveðjur (sólblómakveðjur) til ykkar allra, njótið sumarsins.

 


Efst á síðu